Gangstéttar innan hverfis í Bakkahverfi Breiðholti

Gangstéttar innan hverfis í Bakkahverfi Breiðholti

Gangstígar/stéttir innan Bakkahverfisins eru illa farnir. Bæði gangandi og hjólandi vegfarendur eru í hættu dags daglega. Gangstígar bunga upp þar sem þeir eru malbikaðir og/eða steyptir. Hellulagnir eru víða illa farnar. Kantar við stéttar eru molnaðir og í raun er orðið hættulegt að fara um á sumum stöðum. Í bakkahverfi býr fjöldi manns og þar á meðal eru margir af erlendu bergi brotnir sem kunna ekki á kerfið og myndu aldrei setja sínar hugmyndir inn hér.

Points

Í Breiðholtinu býr fullt af fólki. Í Bakkahverfi búa ca. 5000 manns. Hverfið er að eldast, en fullt af fólki velur að búa í hverfinu sínu áfram. Hreyfing er lífsnauðsynleg fyrir alla og ekki síst þá sem eru komnir á efri ár. Svo eru það börnin okkar dýrmætu sem eru endalaust að detta á hjólunum sínum vegna þess að stéttin bungar skyndilega upp eða hellulögnin er orðin svo illa farin að hún myndar strýtur á stígnum. Ég er alltaf mjög varkár þegar ég kem heim úr strætó en hef samt dottið of oft :(

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information